Lífið

Dominos hætt við að nota hreindýr sem pítsusendla: „Of erfitt að hafa stjórn á þeim“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hér má sjá hvernig átti að gera þetta.
Hér má sjá hvernig átti að gera þetta. Vísir
Pítsurisinn Domino's hefur ákveðið að hætta við að nota hreindýr sem pítsusendla yfir jólavertíðina. Of erfitt reyndist að hafa stjórn á hreindýrunum.

Stefnt var að því að hreindýrin myndu starfa í Japan og var unnið hörðum höndum að því að þjálfa þau fyrir verkefnið.

Hreindýrin áttu að draga á eftir sér sleða og á sleðunum átti að vera GPS staðsetningartæki þannig að svangir gætu fylgst með pöntuninni koma upp að dyrum í rauntíma.

Í tilkynningu frá Domino's segir að það hafi verið „of erfitt að hafa stjórn á þeim“ og því hafi verið ákveðið að hætta við verkefnið. Domino's lagði talsverða vinnu í verkið og gerði meðal annars myndbandið sem sjá má hér að að neðan þar sem farið er yfir þjálfunina á hreindýrunum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×