Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: Helena best í 13. og 14. umferð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Enginn spilaði betur í 13. og 14. umferð Domino's deildar kvenna en Helena að mati sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds.
Enginn spilaði betur í 13. og 14. umferð Domino's deildar kvenna en Helena að mati sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds. vísir/ernir
Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds völdu Helenu Sverrisdóttur besta leikmann 13. og 14. umferðar Domino's deildar kvenna.

Helena var allt í öllu þegar Haukar unnu Keflavík, 88-101, í 13. umferð Domino's deildar kvenna. Helena skoraði 32 stig, tók 13 fráköst, gaf sex stoðsendingar og var með 46 framlagsstig. Þá hitti hún úr 12 af 17 skotum sínum.

Helena fékk einnig 46 framlagsstig fyrir frammistöðu sína í 84-63 sigri Hauka á Skallagrími. Hún skoraði 23 stig, hirti 16 fráköst og gaf 15 stoðsendingar.

Helena var að sjálfsögðu í úrvalsliði 13. og 14. umferðarinnar. Í úrvalsliði 13. umferðarinnar voru einnig Valskonan Ásta Júlía Grímsdóttir, Dýrfinna Arnardóttir úr Haukum og Stjörnukonurnar Danielle Rodriguez og Bríet Sif Hinriksdóttir. Þjálfari 13. umferðarinnar var Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals.

Helena var ekki eina Sverrisdóttirin í úrvalsliði 14. umferðar því systir hennar, Guðbjörg, fyrirliði Vals, var einnig þar ásamt Haukakonunni Þóru Kristínu Jónsdóttur og Blikunum Ivory Crawford og Auði Írisi Ólafsdóttur. Darri Freyr var valinn besti þjálfarinn.

Sæþór Elmar Kristjánsson var valinn besti leikmaður 11. umferðar Domino's deildar karla. Hann átti flottan leik þegar ÍR bar sigurorð af Keflavík, 96-92, í 11. umferð Domino's deildar karla á fimmtudaginn. Hann skoraði 21 stig, tók átta fráköst og hitti úr sjö af níu þriggja stiga skotum sínum.

Ásamt Sæþóri voru Pétur Rúnar Birgisson (Tindastóli), Björn Kristjánsson (KR), Terrell Vinson (Njarðvík) og Finnur Atli Magnússon (Haukum) í úrvalsliði 11. umferðar Domino's deildar karla. Israel Martin (Tindastóli) var valinn besti þjálfarinn.


Tengdar fréttir

Helena og Taylor kjörin best

Það var heilmikið af verðlaunum í jólaþætti Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×