Innlent

Dómarinn er formaður siðanefndarinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Málið er rekið í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Málið er rekið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Valli
Sigrún Guðmundsdóttir, dómari í máli Páls Sverrissonar gegn íslenska ríkinu, er formaður siðanefndar Læknafélags Íslands.

Páll stefndi íslenska ríkinu til greiðslu skaðabóta vegna miska sem Páll varð fyrir vegna þess að farið var með ólögmætum hætti í sjúkraskrár Páls. Upplýsingar úr sjúkraskrám voru svo birtar opinberlega í úrskurði siðanefndar Læknafélagsins í Læknablaðinu haustið 2011. Fyrirtaka í máli Páls gegn ríkinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Hrefna Dögg Gunnarsdóttir.
Hrefna Dögg Gunnarsdóttir, lögmaður Páls, segist hafa fengið þær upplýsingar í morgun að dómarinn hafi ekki setið í siðanefndinni þegar málsatvik komu upp. „Við erum að ræða málin núna, hver næstu skref eru,“ segir Hrefna.

„Eðli málsins samkvæmt í svona litlu samfélagi þá koma þessi atvik upp af og til. Og það er til fyrirmyndar að dómarinn láti vita. Þetta er það sem lögmenn takist á hvað eftir annað,“ bætir Hrefna við. 

Í febrúar 2012 komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að siðanefnd Læknafélags Íslands hafi verið óheimilt að birta upplýsingarnar úr sjúkraskrám Páls. Í úrskurði nefndarinnar sem birtist í Læknablaðinu haustið 2011 kom fram að Páll væri með vitræna skerðingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×