Fótbolti

Dómari þrumaður niður | Myndband

Skjáskot
Dómarinn Salome Di Lorio lenti í heldur óskemmtilegri lífsreynslu þegar hún var að dæma leik Liniers og Centro Espanol í neðri deildunum í Argentínu um helgina.

Á einum tímapunkti í leiknum dæmdi Di Lorio aukaspyrnu, en um leið hún var búinn að blása í flauta sína þrumaði leikmaður annars liðsins boltanum í andlit hennar. Di Lorio lá kylliflöt, en leikmenn liðanna fóru fljótir til og hugðu að henni. Hún stóð upp á endanum, en var ekki í ástandi til að klára leikinn. Farið var með Di Lorio á sjúkrahús þar sem engir varanlegir áverkar komu í ljós.

Di Lorio, sem er 34 ára, starfar sem lögmaður meðfram dómgæslunni. Hún dæmdi m.a. úrslitaleik Copa Libertadores (eins konar Meistaradeild Suður-Ameríku) og var meðal dómara á Ólympíuleikunum í London 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×