Erlent

Dómari bannar Johnny Depp að koma nálægt Amber Heard

Birgir Olgeirsson skrifar
Amber Heard og Johnny Depp.
Amber Heard og Johnny Depp. Vísir/Getty

Dómari hefur samþykkt beiðni leikkonunnar Amber Heard um nálgunarbann á eiginmann hennar Johnny Depp. Má Depp ekki koma nálægt henni eða hafa samband við hana fram að 17. júní þegar mál hennar gegn leikaranum verður tekið fyrir en hún hefur sakað hann um ráðist á hana.

Á vef Telegraph er vitnað í greinargerð frá Heard hún lagði fram á sama tíma og hún fór fram á nálgunarbann gegn leikaranum. Þar segir hún Depp hafa kastað farsíma í andlit hennar síðastliðinn laugardag. Hún lagði einnig fram ljósmynd af áverkum á andliti sínu. Hún segir leikarann hafa rifið í hár hennar, öskrað á hana og lamið hana ítrekað, ásamt því að grípa um andlit hennar. 



Þegar hún mætti í dómshúsið í Los Angeles í dag tóku fjölmiðlamenn eftir því að hún var marin á hægri kinn fyrir neðan auga.



Lögreglan í Los Angeles var kölluð að heimili Depp og Heard á laugardag en sá sem hafði samband við lögreglu bað lögreglumennina um að gera ekki skýrslu um málið. Lögregluembættið í Los Angeles sagði lögreglumennina hafa metið málið svo að enginn glæpur hefði verið framinn. 



Heard segir Depp hafa verið undir áhrifum lyfja og áfengis þegar hann veittist að henni.



„Ég lifi í þeim ótta að Johnny snúi aftur óboðinn til að hrella mig, líkamlega og andlega,“ segir Heard.



Dómarinn varð ekki við beiðni Heard þess efnis að Depp þyrfti að undirgangast reiðistjórnunarnámskeið og þá vildi hann ekki verða við beiðni hennar um að Depp fengi ekki að koma nálægt hundi hennar. 



Heard fór fram á nálgunarbannið fimm dögum eftir að hafa farið fram á skilnað við Depp.



Telegraph hefur eftir lögmanni DeppLaura Wasser, að Depp sé í Portúgal þessa stundin þar sem hann kemur fram á tónleikum með hljómsveit sinni Hollywood Vampires



Wasser sagði í greinargerð sem lögð var fyrir dóminn í dag að Depp myndi ekki koma nálægt Heard. Sagði Wasser að þessi nálgunarbannsbeiðni Heard, ásamt beiðni um fjárhagsaðstoð frá Depp, virtist vera viðbragð Heard við neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun sem leikkonan hefur fengið eftir að hafa sótt um skilnað frá Depp



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×