Körfubolti

Dómararnir lentu í umferðaróhappi á Holtavörðuheiðinni

Björgvin Rúnarsson er á meðal þeirra dómara sem eru á leið norður.
Björgvin Rúnarsson er á meðal þeirra dómara sem eru á leið norður. vísir/valli
Búið er að seinka leik Tindastóls og Þórs í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í kvöld.

Leikurinn mun ekki hefjast fyrr en klukkan 21.00 eða 21.30. Ástæðan er sú að dómarar leiksins lentu í umferðaróhappi á Holtavörðuheiðinni á leið sinni á Krókinn.

Sem betur fer eru dómararnir - Björgvin Rúnarsson, Davíð Kristján Heiðarsson, Ísak Ernir Kristinsson og Pétur Hrafn Sigurðsson eftirlitsmaður - heilir á húfi og eftir að KKÍ, eftirlitsmaðurinn og dómararnir höfðu rætt saman var ákveðið að spila leikinn þó svo dómararnir kæmu seint og væru hugsanlega í áfalli eftir áreksturinn.

Tindastóll leiðir einvígið 2-0 og getur komist í undanúrslit með sigri í kvöld. Hægt verður að sjá hann beint á tindastoll.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×