Erlent

Dómarar felldu tár við málflutninginn

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. vísir/ap
Málflutningi ákæruvaldsins er lokið yfir hinum 21 árs Dzhokhar Tsarnaev sem sakaður er um að hafa átt aðild að sprengjuárásinni í Boston-maraþoninu fyrir tveimur árum.

Ákæruvaldið fer fram á dauðadóm yfir Tsarnaev. Var málflutningurinn byggður á hrottalegum og grafískum lýsingum á sárum tveggja fórnarlamba; átta ára drengs og 23 ára pilts. Sýndar voru fataleifar drengsins og myndir af fjölskyldu hans er hún stóð við endalínu maraþonsins, skammt frá Tsarnaev, rétt áður en sprengjan sprakk. Lýsingar ákæruvaldsins voru sagðar svo hryllilegar að nokkrir kviðdómara í málinu felldu tár við málflutninginn.

Lögmaður Tsarnaev sagði í upphafi réttarhaldanna að skjólstæðingur sinn hefði tekið þátt í árásinni. Eldri bróðir hans, Tamerlan, hefði þó átt frumkvæðið og skipulagt hana.

Árásin átti sér stað hinn 19. apríl 2013. Þrír týndu lífi og á annað hundrað særðust.


Tengdar fréttir

Hlauparar minntust þolenda sprengjuárásarinnar

Hlauparar í maraþoninu í Lundúnum í dag þögðu í 30 sekúndur áður en hlaupið hófst til þess að minnast þolenda sprengjuárásarinnar í Boston á mánudaginn. um 35 þúsund manns tóku þátt í maraþoninu. Þúsundir söfnuðust saman á götum til þess að fylgjast með hlaupurunum þegar þeir lögðu af stað frá Blackheath og voru margir með svört sorgarbönd.

Hljóp sitt besta maraþon rétt áður en hörmungarnar dundu yfir

"Ég var ekki á staðnum, upplifði bara mitt besta og skemmtilegasta maraþonhlaup hingað til. Þar til komið var upp á herbergi og kveikt á sjónvarpinu," segir Elísabet Margeirsdóttir, næringafræðingur og veðurfréttamaður á Stöð 2, um það hvernig hún upplifði sprengingarnar í Boston í gær. Hún er í hópi 35 Íslendinga sem tóku þátt í hlaupinu. Elísabet telur að hún hafi verið rétt komin á hótelið þegar fyrsta sprengjan sprakk.

Sprengimaður á vídeótöku

Enginn hefur enn verið handtekinn vegna sprenginga í Boston en hugsanlega náðist ódæðismaðurinn á vídeótöku öryggismyndavélar nálægrar verslunar.

"Við munum komast að því hverjir gerðu þetta og af hverju“

"Við munum komast að því hverjir gerðu þetta og við munu láta viðkomandi sæta ábyrgð,“ sagði Barack Obama þegar hann ávarpaði þjóð sína í Hvíta húsinu klukkan tíu mínútur yfir tíu í kvöld. Þá tók hann skýrt fram að rannsakað yrði hvers vegna viðkomandi gerðu það sem þeir gerðu.

Íbúar í Boston lýsa skelfingu eftir sprengingarnar

"Ég er viss um að margir eiga um sárt að binda. Boston er dásamleg borg og allir eru skelfingu lostnir," sagði íbúi í Boston í samtali við Reuters fréttastofuna eftir að sprengjurnar tvær sprungu í Boston í gærkvöld. Sprengjurnar urðu þremur að bana.

Átta ára barn lést í ódæðinu

Nú er ljóst að minnst þrír fórust í sprengjuárásum í Boston í Massachusettes í gær. Á meðal þeirra er átta ára gamalll drengur. Yfir 130 særðust í árásinni, þar af 30 lífshættulega og götur í Boylston stræti voru alblóðugar eftir árásirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×