Lífið

Dolly Parton og Miley Cyrus með frábæra „a cappella“ útgáfu af laginu Jolene

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cyrus og Parton á sviðinu.
Cyrus og Parton á sviðinu.
Lagið Jolene með Dolly Parton kom út árið 1973 og hefur verið gríðarlega vinsælt alveg síðan þá.

Margar útgáfur eru til af laginu og er til að mynda mjög vinsælt að taka þetta lag í karaoke. Árið 2000 kom út enn ein útgáfan af Jolene en í búningi sem hafði aldrei heyrst. Þá tók rokksveitin The White Stripes lagið og sló það rækilega í gegn.

Í september kom síðan út virkilega falleg „a cappella“ útgáfa af laginu með Dolly Parton og sveitinni Pentatonix. Í vikunni mátti sjá þá útgáfu í raunveruleikaþættinum The Voice, nema að þessu sinni var sjálf Miley Cyrus mætt á sviðið með genginu.

Hér að neðan má sjá þennan frábæra flutning á gjörsamlega ódauðlegu lagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×