Innlent

Dögun tilkynnir efstu sæti á listum sínum í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Sigurður Einarsson og Sigurjón Þórðarson
Sigurður Einarsson og Sigurjón Þórðarson Vísir
Dögun hefur tilkynnt efstu sæti á listum sínum í Norðaustur- og norðvesturkjördæmi.

Sigurður Eiríksson, ráðgjafi úr Eyjafjarðarsveit, leiðir lista flokksins í Norðausturkjördæmi og Hólmfríður Sólveig Haraldsdóttir ferðamálafræðingur vermir annað sætið. Sigurjón Þórðarsson, framkvæmndastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra skipar fyrsta sætií Norðvesturkjördæmi og Pálmey Gísladóttir lyfjatæknir tekur annað sætið.

„Ljóst er að listar Dögunar fyrir þessar kosningar eru gífurlega sterkir og að Dögun ætlar að koma manni á þing,“ segir í tilkynningu frá flokknum.

Fimm efstu sæti Dögunar í Norðausturkjördæmi

1. Sigurður Eiríksson, ráðgjafi

2. Hólmfríður Sólveig Haraldsdóttir, ferðamálafræðingur 

3. Erling Ingvason, tannlæknir  

4. Guðríður Traustadóttir

5. Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri 

Sex efstu sæti Dögunar í Norðvesturkördæmi

1.Sigurjón Þórðarson, Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra

2. Pálmey Gísladóttir, lyfjatæknir

3. Þórður Alexander Júlíusson, nemi

4. Pétur Guðmundsson, Æðarbóndi

5. Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi Alþingismaður

6. Karolína Hulda Guðmundsdóttir, skógarbóndi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×