Körfubolti

Doc Rivers mun ekki þjálfa undir Sterling

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Doc Rivers í úrslitakeppninni í vor.
Doc Rivers í úrslitakeppninni í vor. Vísir/Getty
Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers í NBA-deildinni, mun segja upp starfi sínu komi til þess að dómstólar felli niður úrskurð deildarinnar um að Donald Sterling verði að selja liðið.

Sterling náðist á upptöku níða hörundsdökkt fólk í samræðum við kærustu sína í vor og vakti atvikið strax mikla athygli. Sterling vildi að kærastan sín hætti að birta myndir af sér með svörtum mönnum og sérstaklega hætta að bjóða þeim eða koma með þá á leiki liðsins.

Sterling var sektaður um 2,5 milljónir Bandaríkjadala - um 280 milljónir króna - eftir að upptaka með hörðum kynþáttafordómum hans var gerð opinber. Þá var hann settur í lífstíðarbann frá bæði Clippers og NBA-deildinni.

Sterling kærði niðurstöðu NBA-deildarinnar og er málið fyrir framan dómstólum þessa stundina. Sterling bað fyrrum eiginkonu sína um að kanna möguleikana á að selja félagið og er talið að Steve Ballmer, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Microsoft, sé tilbúinn að kaupa félagið á tvo milljarða bandaríkjadala.

„Doc mun hætta og svo eru margir leikmenn liðsins búnir að segja að þeir vilji ekki leika fyrir Sterling. Það sama er upp á teningunum hjá styrktaraðilum liðsins, þeir myndu endurskoða mál sín ef hann fengi að eiga félagið áfram,“ sagði Dick Parson, framkvæmdarstjóri Los Angeles Clippers.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×