Innlent

Djömmurum gekk vel að muna pinnið

ingvar haraldsson skrifar
Fólki gekk vel að muna pinnið að sögn kráareiganda.
Fólki gekk vel að muna pinnið að sögn kráareiganda. vísir/stefán
„Þetta gekk alveg eins og í sögu,“ segir Össur Hafþórsson kráareigandi um hvernig gestum skemmtistaða hafi gengið að muna pin-númerin sín um helgina.

Össur og eigendur annarra skemmtistaða höfðu lýst yfir áhyggjum sínum af því að ekki væri lengur hægt að ýta á græna takkann á posum ef pinnið gleymdist. Drukknir skemmtistaðagestir gætu því átt í vandræðum með pin-númerin.

Sjá einnig: Óttast að djammarar muni ekki pin-númerin

„Þetta voru óþarfa áhyggjur veitingamanna. Fólk var hálfmeðvitundarlaust en gat samt gert þetta,“ segir Össur sem á krárnar Park, Bar 11 og Bar 7.

Svava Johansen, sem rekur sextán verslanir á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar viðskiptavinum hafi gengið vel að muna sín pin-númer. „Það hefur ekki verið neitt vesen hjá okkur. Fólk á náttúrulega að vita þetta. Það er búið að gefa langan aðlögunartíma,“ segir Svava.

Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist ekki vita til þess að kvartanir hafi borist frá hennar félagsmönnum vegna breytinganna. Öryrkjabandalagið hafði lýst yfir áhyggjum af því að sumir félagsmenn gætu ættu erfitt með að muna pin-númer. Kvartanir gætu þó borist í vikunni enda sé stutt síðan breytingarnar tóku gildi.


Tengdar fréttir

Óttast að djammarar muni ekki pin-númerin

Skemmtistaðaeigendur hafa áhyggjur af því að um næstu helgi verða djammarar í fyrsta sinn að muna pin-númerin sín. Telja að það hægist á afgreiðslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×