Sport

Djokovic ætlaði ekki að móðga neinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Djokovic fagnar sigri á móti um síðustu helgi.
Djokovic fagnar sigri á móti um síðustu helgi. vísir/getty
Besti tennismaður heims, Novak Djokovic, segir að það hafi ekki verið ætlun sín að gera allt vitlaust með því að segja að karlar ættu að fá meira borgað en konur.

Þessi ótrúlegi íþróttamaður segist hafa tjáð sig því íþróttin þyrfti á því að halda að það væri verið að dreifa peningunum jafnar.

Hann viðurkenndi að hafa ekki komið þessu nægilega vel frá sér og bað þá afsökunar sem hefðu móðgast.

Ein af þeim sem gagnrýndu Djokovic var besta tenniskona heims, Serena Williams, og hún velti fyrir sér hvað Djokovic myndi segja við dóttur sína ef hún ætti dóttur.

„Ef ég ætti strák og stelpu þá myndi ég aldrei segja þeim að annað þeirra ætti meira skilið en hitt,“ sagði Williams.

Margir karlar í tennisheiminum styðja að það sé alltaf sama verðlaunaféð hjá konum og körlum og á það hefur verið bent að miðasala gekk betur á kvennakeppnina en karlakeppnin á síðasta US Open.


Tengdar fréttir

Karlar eiga að fá meira greitt en konur

Besti tennisleikari heims segir að karlar eigi að fá stærra sneið af tenniskökunni en konur þar sem fleiri komi að horfa á þá spila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×