Erlent

Disneyland sakað um mismunun

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Disneyland í París er nú til rannsóknar vegna ásakana um að fyrirtækið mismuni viðskiptavinum sínum eftir þjóðerni.

Skemmtigarðurinn er sakaður um að neita Bretum og Þjóðverjum um ákveðin tilboð í garðinn en samkvæmt frétt Financial Times greiða Bretar allt að fimmtán prósentum meira fyrir dagpassa en Frakkar.  Þeir greiða um 1.340 evrur fyrir ákveðna pakka í garðinn, á meðan Bretar greiða 1.800 evrur og Þjóðverjar 2.447 evrur.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins staðfesti í samtali við BBC að fjöldi kvartana hafi borist. Talsmaður skemmtigarðsins segir tilboðin árstíðabundin. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×