Lífið

Dimma fékk örsmáan límmiða fyrir mistök

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Það verður líklegast erfitt fyrir aðdáendur hljómsveitarinnar að átta sig á því að þetta sé rúta Dimmu.
Það verður líklegast erfitt fyrir aðdáendur hljómsveitarinnar að átta sig á því að þetta sé rúta Dimmu. Vísir/Facebook
Hljómsveitin Dimma er um þessar mundir á leið í tónleikaferðalag um landið en hljómsveitin mun spila á Kaffi Rauðku á Siglufirði í kvöld auk þess sem hún mun spila á Græna hattinum á Akureyri um helgina. 

Í tilefni af því vildi hljómsveitin merkja sér rútuna sína með hljómsveitarmerki sínu en greint er frá því á Facebook síðu Dimmu að það hafi ekki farið betur en svo að í stað þess að fá merkið í 1,2 metra stærð líkt og óskað var eftir fékk hljómsveitin merkið sitt í 1,2 sentímetra stærð.

Ljóst er að nokkuð erfitt verður fyrir aðdáendur sveitarinnar að átta sig á því að um rútu Dimmu sé að ræða.

Uppfært:

Vísi varð á þau leiðu mistök að skrifa frétt upp úr þessari Facebook-færslu Dimmu án þess að gera sér grein fyrir því að um grín væri að ræða. Fjallað er nánar um það í þessari frétt hér þar sem trommari Dimmu útskýrir málið. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×