Fótbolti

Diego og félagar gerðu enn eitt jafnteflið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Diego á ferðinni í sínum fyrsta landsleik.
Diego á ferðinni í sínum fyrsta landsleik. vísir/getty
Diego Jóhannesson lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar þegar Real Oviedo og Albacete skildu jöfn, 2-2, í næstefstu deild á Spáni í kvöld.

Diego, sem á íslenskan föður og spænska móður, lék sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd í 3-2 tapi fyrir Bandaríkjunum um síðustu helgi.

Þetta var 14. leikur Diegos með Oviedo á tímabilinu en liðið er í 3. sæti deildarinnar með 39 stig.

Tvö efstu liðin fara beint upp í efstu deild en liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um eitt laust sæti í deild þeirra bestu.

Diego og félagar töpuðu síðast deildarleik 29. nóvember á síðasta ári en þeir hafa gert fimm jafntefli í síðustu sex leikjum sínum.


Tengdar fréttir

Vill spila fyrir Ísland sem Íslendingur

Spænski Íslendingurinn Diego Jóhannesson vill ólmur komast í íslenska landsliðið í fótbolta. Hann spilar með Real Oviedo í spænsku 2. deildinni og vonast til að komast á EM með strákunum okkar í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×