LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ NÝJAST 23:39

Óvissir farţegar WOW kvarta undan skorti á upplýsingaflćđi

FRÉTTIR

Diego og félagar gerđu enn eitt jafntefliđ

 
Fótbolti
19:07 06. FEBRÚAR 2016
Diego á ferđinni í sínum fyrsta landsleik.
Diego á ferđinni í sínum fyrsta landsleik. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Diego Jóhannesson lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar þegar Real Oviedo og Albacete skildu jöfn, 2-2, í næstefstu deild á Spáni í kvöld.

Diego, sem á íslenskan föður og spænska móður, lék sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd í 3-2 tapi fyrir Bandaríkjunum um síðustu helgi.

Þetta var 14. leikur Diegos með Oviedo á tímabilinu en liðið er í 3. sæti deildarinnar með 39 stig.

Tvö efstu liðin fara beint upp í efstu deild en liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um eitt laust sæti í deild þeirra bestu.

Diego og félagar töpuðu síðast deildarleik 29. nóvember á síðasta ári en þeir hafa gert fimm jafntefli í síðustu sex leikjum sínum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Diego og félagar gerđu enn eitt jafntefliđ
Fara efst