Enski boltinn

Diego Costa fékk þriggja leikja bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Costa.
Diego Costa. Vísir/Getty
Diego Costa, framherji Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, var í dag dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að stíga á Liverpool-leikmanninn Emre Can í undaúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum.

Dómari leiksins sá ekki atvikið en aganefnd enska knattspyrnusambandsins tók málið fyrir á fundi sínum í dag.

Diego Costa mun því missa af stórleiknum á móti Manchester City á Stamford Bridge um helgina sem og leikjum liðsins á móti Aston Villa og Everton.

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði þetta hafa verið algjörlega óviljandi og Diego Costa hélt fram sakleysi sínu.

Diego Costa kom til Chelsea frá Atletico Madrid í sumar og hefur skorað 17 mörk í fyrstu 19 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Það er hinsvegar stuttur í honum þráðurinn og sjónvarpsmyndir sýndu það þegar Diego Costa spyrnti sér á fæti Emre Can strax á tólftu mínútu leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×