Handbolti

Díana í aðalhlutverki í sigri Fjölnis á botnliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það hefur gengið illa hjá Mosfellingum í vetur.
Það hefur gengið illa hjá Mosfellingum í vetur. vísir/ernir
Fjölnir vann sinn fimmta leik á tímabilinu þegar liðið bar sigurorð af botnliði Aftureldingar, 28-27, í lokaleik 18. umferðar Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld.

Staðan var jöfn í hálfleik, 17-17, en í seinni hálfleik fækkaði mörkunum umtalsvert. Fjölniskonur náðu þó að tryggja sér sigurinn.

Díana Kristín Sigmarsdóttir var sem fyrr markahæst í liði Fjölnis en hún skoraði 11 mörk í leiknum. Díana er langmarkahæsti leikmaður Grafarvogsliðsins í vetur en hún hefur skorað 138 mörk í 17 leikjum.

Hekla Daðadóttir var atkvæðamest í liði Aftureldingar en hún gerði 10 mörk. Ingibjörg B. Jóhannesdóttir kom næst með fimm mörk.

Fjölnir er enn í 10. sætinu en nú með 10 stig, aðeins einu stigi frá HK sem er í sætinu fyrir ofan.

Afturelding er hins vegar rótfast við botninn, með einungis þrjú stig.

Markaskorarar Fjölnis:

Díana Kristín Sigmarsdóttir 11, Berglind Benediktsdóttir 5, Guðrún Jenný Sigurðardóttir 4, Tinna Laxdal Gautadóttir 3, Andrea Björk Harðardóttir 2, Diljá Baldursdóttir 1, Ylfa Dögg Ástþórsdóttir 1, Karen Þorsteinsdóttir 1.

Mörk Aftureldingar:

Hekla Daðadóttir 10, Ingibjörg B. Jóhannesdóttir 5, Telma Rut Frímannsdóttir 4, Dagný Huld Birgisdóttir 3, Vigdís Brandsdóttir 3, Þóra María Sigurðardóttir 2.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×