Fótbolti

Di Maria vill losna frá Real Madrid

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Di María í fyrri leik Atletico Madrid og Real Madrid um Ofurbikarinn.
Di María í fyrri leik Atletico Madrid og Real Madrid um Ofurbikarinn. Vísir/Getty
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, staðfesti í dag að Angel Di Maria hafi óskað eftir því að verða seldur frá félaginu. Di Maria hefur verið orðaður við Manchester United og PSG í sumar.

Di Maria sem gekk til liðs við Real Madrid frá Benfica árið 2010 var meðal bestu leikmanna liðsins á síðasta tímabili en hann var valinn maður leiksins í 4-1 sigri á Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Eftir að Real gékk frá kaupunum á Toni Kroos og James Rodríguez í sumar var vitað að tækifærum hans myndi fækka á næsta tímabili og hefur hann nú beðið forráðamenn Real að samþykkja tilboð í sig.

„Di María kom til okkar og bað um að hann yrði seldur í sumar en við höfum hafnað einu tilboði. Hann verður að finna einhverja lausn á þessu ef hann vill fara því við viljum hafa hann áfram ef enginn klúbbur býður rétta upphæð í hann,“ sagði Ancelotti og viðurkenndi að félagið gæti neyðst til þess að selja Sami Khedira í sumar.

„Staðan er önnur með Sami, hann á bara eitt ár eftir af samningnum sínum og hann neitaði samningstilboði okkar á dögunum. Hann hefur ekki beðið um að vera seldur en við gætum þurft að selja hann í sumar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×