Enski boltinn

Di María var neyddur frá Real: „Margar lygasögur sagðar“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ángel di María er nú orðinn leikmaður Manchester United.
Ángel di María er nú orðinn leikmaður Manchester United. vísir/getty
Ángel Di María æfir í fyrsta skipti í dag með nýjum liðsfélögum sínum hjá Manchester United eftir að 59,7 milljóna punda félagaskipti hans gengu í gegn í gærkvöldi.

Hann ritaði opið bréf til stuðningsmanna Real sem breskir miðlar greina frá í morgun, en þar kemur fram að hann hafði engan áhuga á að yfirgefa spænska stórliðið. Honum var einfaldlega ýtt frá Real, að því virðist vegna launamála.

„Tíma mínum hjá Real er lokið. Það er ómögulegt að lýsa öllu sem ég upplifið í fáeinum línu, en ég vona að þetta bréf sýni hvernig mér líður akkurat núna,“ skrifar hann.

„Ég varð þessi heiðurs aðnjótandi að klæðast Real-treyjunni í fjögur ár. Ég er stoltur af því sem ég og liðsfélagar mínir afrekuðum.“

„Því miður verð ég nú að fara, en ég vil taka það skýrt fram að það var ekki mín ósk. Eins og allir menn í vinnu vildi ég bara bæta mig.“

„Eftir að vinna tíunda Meistaradeildartitilinn fór ég á HM með þá von í brjósti um fá eitthvað frá stjórninni, en það skilaði sér aldrei. Margar lygasögur voru sagðar. Sumum er kannski illa við mig, en það eina sem ég bað um var eitthvað sanngjarnt.“

„Það eru margir hlutir sem eru mér mikils virði og stór hluti þess tengjast laununum mínum ekkert. Ég vonast til að finna þetta hjá Manchester United, einu stærsta félagi heims,“ skrifaði Ángel di María.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×