Enski boltinn

Di Maria til liðs við Manchester United | Dýrasti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Angel Di María fyrir utan æfingarsvæði Manchester United.
Angel Di María fyrir utan æfingarsvæði Manchester United. Vísir/Getty
Angel Di María er genginn til liðs við Manchester United frá Real Madrid en Manchester United staðfesti þetta rétt í þessu. Di Maria skrifaði undir fimm ára samning.

Manchester United greiðir tæplega 60 milljónir punda fyrir argentínska kantmanninn sem var meðal bestu leikmanna Real Madrid á síðasta tímabili.

Eftir að Real Madrid gekk frá kaupunum á James Rodríguez var talið víst að tækifærum hans myndi fækka hjá Madrídarliðinu og óskaði hann eftir sölu frá félaginu á dögunum.

Di María var orðaður við Manchester United og Paris Saint Germain í allt sumar en hann hefur nú gengið til liðs við Rauðu djöflana og er ljóst að um gríðarlegan liðsstyrk er að ræða.

 

„Ég er gríðarlega ánægður með að vera kominn til Manchester United. Þetta er eini klúbburinn sem ég hefði yfirgefið Real Madrid fyrir. Ég er mjög hrifinn af því hvernig allir í klúbbnum eru staðráðnir í því að koma honum aftur á sinn stað,“ sagði Di María.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×