Enski boltinn

Di Maria: Ég er kominn til að hjálpa til

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Angel Di Maria og Louis van Gaal.
Angel Di Maria og Louis van Gaal. Vísir/Getty
Angel Di Maria hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem leikmaður Manchester United í dag en United gerði hann að dýrasta leikmanni Bretlandseyja þegar félagið keypti hann á 59,7 milljónir punda frá Real Madrid í vikunni.

„Manchester United hefur þegar unnið marga titla og er mjög stórt félag. Ég er kominn til þess að hjálpa til og gera mitt í að koma liðinu aftur á sinn stall. Ég ætla að vinna marga titla með Manchester United," sagði Angel Di Maria.

„Ég er mjög ánægður með að fá tækifæri til að spila með Manchester United . Ég er hrifinn af liðinu og vildi koma hingað þótt að United væri ekki í Meistaradeildinni. Ég ætla að hjálpa Manchester United að komast aftur í Meistaradeildina. Ég er mjög sáttur með að knattspyrnustjórinn vildi fá mig til Manchester United," sagði Di Maria.

Angel Di Maria er ekki eini leikmaðurinn sem Louis van Gaal hefur bætt við félagið því United keypti einnig þá Luke Shaw, Ander Herrera og Marcos Rojo í sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×