Fótbolti

Deschamps ætlar ekki að velja Sakho þótt hann sé laus úr banni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sakho hefur verið í lykilhlutverki í vörn franska landsliðsins undanfarin ár.
Sakho hefur verið í lykilhlutverki í vörn franska landsliðsins undanfarin ár. vísir/getty
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, ætlar ekki að kalla varnarmanninn Mamadou Sakho inn í hópinn fyrir EM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði.

Sakho var settur í 30 daga bann eftir að hann féll á lyfjaprófi en banninu hefur nú verið aflétt og varnarmaðurinn má því spila á ný.

Sakho á að hafa tekið inn brennslutöflur sem innihalda ólögleg efni en UEFA rannsakar nú hvort þær eigi að vera á bannlista.

Þrátt fyrir að geta valið Sakho ætlar Deschamps að halda tryggð við þá leikmenn sem hann var búinn að velja í franska hópinn.

Deschamps er í vandræðum vegna meiðsla varnarmanna en Kurt Zouma, Raphäel Varane og Jérémy Mathieu eru allir á sjúkralistanum og verða ekki með á EM.

Frakkar mæta Rúmenum í opnunarleik EM 10. júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×