Enski boltinn

Derby búið að reka McClaren í annað sinn á innan við tveimur árum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
McClaren þarf að finna sér að nýja vinnu.
McClaren þarf að finna sér að nýja vinnu. vísir/getty
Derby County hefur rekið Steve McClaren úr starfi knattspyrnustjóra, aðeins fimm mánuðum eftir að hann var ráðinn.

Banabiti McClarens var 3-0 tap fyrir Brighton á föstudaginn. Hann skilur við Derby í 10. sæti ensku B-deildarinnar.

Þetta er í annað sinn á innan við tveimur árum sem McClaren er rekinn frá Derby.

Hann var upphaflega ráðinn stjóri Derby í september 2013 en var látinn taka pokann sinn í lok maí 2015.

Skömmu síðar tók McClaren við Newcastle United en hann entist ekki lengi þar og var rekinn í mars 2016. McClaren tók öðru sinni við Derby í október á síðasta ári en er nú aftur orðinn atvinnulaus.

McClaren, sem var þjálfari enska landsliðsins 2006-07, hefur ekki átt góðu gengi að fagna síðustu ár, eða frá því hann gerði Twente að hollenskum meisturum 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×