Denver ţorir ekki ađ spila í appelsínugulu í Super Bowl

 
Sport
23:15 28. JANÚAR 2016
Peyton Manning verđur í hvítu í Super Bowl ţann 7. febrúar.
Peyton Manning verđur í hvítu í Super Bowl ţann 7. febrúar. VÍSIR/GETTY

Denver Broncos ákvað mjög óvænt að spila í útivallarbúningum sínum í Super Bowl-leiknum gegn Carolina Panthers.

Broncos fékk að velja hvaða búningum félagið vildi spila í. Venjulega velur lið að spila í sínum heimavallarbúningum. Sá búningur Broncos er appelsínugulur en félagið ákvað að velja hvíta útivallarbúninginn.

Ástæðan er lélegt gengi Broncos í Super Bowl er það spilar í appelsínugulu. Fjórum sinnum hefur félagið spilað í appelsínugulu í úrslitaleiknum og alltaf hefur liðið tapað.

Denver hefur aftur á móti unnið einn titil í hvítu en einnig tapað Super Bowl í hvítu. Einu sinni spilaði liðið í bláu í Super Bowl og vann. Broncos gekk þó betur í appelsínugulu í vetur. Liðið var 8-1 í appelsínugulu en 5-2 í hvítu búningunum.

Carolina verður í svörtum búningum en liðið hefur aldrei unnið leik í úrslitakeppninni í svörtu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Denver ţorir ekki ađ spila í appelsínugulu í Super Bowl
Fara efst