ŢRIĐJUDAGUR 26. JÚLÍ NÝJAST 06:00

Barnastjarnan orđin fullorđin

SPORT

Denver ţorir ekki ađ spila í appelsínugulu í Super Bowl

 
Sport
23:15 28. JANÚAR 2016
Peyton Manning verđur í hvítu í Super Bowl ţann 7. febrúar.
Peyton Manning verđur í hvítu í Super Bowl ţann 7. febrúar. VÍSIR/GETTY

Denver Broncos ákvað mjög óvænt að spila í útivallarbúningum sínum í Super Bowl-leiknum gegn Carolina Panthers.

Broncos fékk að velja hvaða búningum félagið vildi spila í. Venjulega velur lið að spila í sínum heimavallarbúningum. Sá búningur Broncos er appelsínugulur en félagið ákvað að velja hvíta útivallarbúninginn.

Ástæðan er lélegt gengi Broncos í Super Bowl er það spilar í appelsínugulu. Fjórum sinnum hefur félagið spilað í appelsínugulu í úrslitaleiknum og alltaf hefur liðið tapað.

Denver hefur aftur á móti unnið einn titil í hvítu en einnig tapað Super Bowl í hvítu. Einu sinni spilaði liðið í bláu í Super Bowl og vann. Broncos gekk þó betur í appelsínugulu í vetur. Liðið var 8-1 í appelsínugulu en 5-2 í hvítu búningunum.

Carolina verður í svörtum búningum en liðið hefur aldrei unnið leik í úrslitakeppninni í svörtu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Denver ţorir ekki ađ spila í appelsínugulu í Super Bowl
Fara efst