Fótbolti

Demirel ekki í tyrkneska hópnum eftir ummælin um Melo

Demirel situr eftir með sárt ennið.
Demirel situr eftir með sárt ennið. Vísir/Getty
Fatih Terim, þjálfari tyrkneska landsliðsins í knattspyrnu, hefur opinberað 24 manna hóp sinn fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni EM.

Brasilíumaðurinn Felipe Melo, leikmaður Galatasaray og Tyrkinn Volkan Demirel, markvörður Fenerbache, lentu saman eftir leik liðanna á dögunum í tyrkneska bikarnum og Demirel er ekki í hópnum. Hann lét Melo heyra það og kallaði hann meðal annars götuhund sem þyrfti að eitra fyrir.

Myndband af átökunum eftir leik Fenerbache og Galatasaray má sjá hér að neðan, en tyrkneska liðið er með afar sterka menn innanborðs á borð við Arda Turan og Burak Yılmaz.

Markmenn: Onur Kıvrak (Trabzonspor), Mert Günok (Fenerbahçe), Volkan Babacan (İstanbul Başakşehir)

Varnarmenn: Ömer Toprak (Leverkusen), Ersan Gülüm (Beşiktaş), Hakan Balta (Galatasaray), Tarık Çamdal (Eskişehir), Gökhan Gönül (Fenerbahçe), İsmail Köybaşı (Beşiktaş), Caner Erkin (Fenerbahçe), Semih Kaya (Galatasaray)

Miðjumenn: Ozan Tufan (Bursaspor), Mehmet Topal (Fenerbahçe), Oğuzhan Özyakup (Beşiktaş), Selçuk İnan (Galatasaray), Emre Belözoğlu (Fenerbahçe), Hakan Çalhanoğlu (Leverkusen), Arda Turan (Atletico Madrid), Olcay Şahan (Beşiktaş), Olcan Adın (Galatasaray), Ahmet İlhan Özek (Karabükspor)

Sóknarmenn: Mustafa Pektemek (Beşiktaş), Burak Yılmaz (Galatasaray), Mevlüt Erdinç (St. Etienne)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×