Enski boltinn

Demichelis látinn fara frá Man City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Demichelis var oft æði mistækur í búningi Man City.
Demichelis var oft æði mistækur í búningi Man City. vísir/getty
Enska úrvalsdeildarliðið Manchester City hefur látið reynsluboltana Martín Demichelis og Richard Wright fara.

Manuel Pellegrini tók Demichelis með sér frá Malaga þegar hann tók við City 2013. Argentínumaðurinn lék 104 leiki fyrir félagið og varð Englandsmeistari með því á sínu fyrsta tímabili.

Demichelis lék áður með River Plate í heimalandinu og Bayern München í Þýskalandi. Hann var í herbúðum Bayern frá 2003-11 og vann fjölda titla með liðinu.

Wright, sem var á sínum tíma einn efnilegasti markvörður Englands, kom til City 2012 en spilaði aldrei leik fyrir félagið. Wright hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna margfrægu.

Fyrr í dag kynnti City spænska framherjann Nolito til leiks en hann hefur skrifað undir fimm ára samning við félagið.

Nolito er þriðji leikmaðurinn sem Pep Guardiola, nýr knattspyrnustjóri City, kaupir í sumar. Hann var áður búinn að næla í þýska miðjumanninn Ilkay Gündogan og Ástralann Aaron Mooy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×