Skoðun

Dekrið við óvildina

Gunnlaugur Stefánsson skrifar
Pólitísk hugmyndafræði kennd við járntjaldið í Austur-Þýskalandi eftir miðja síðustu öld þoldi ekki málefnalega umræðu og var eitur í beinum stjórnvalda, en pólitískir sérfræðingar skyldu öllu ráða og hafa vit fyrir fólki. Þröstur Ólafsson hagfræðingur þekkir vel til þeirrar sögu og eplið fellur sjaldan langt frá eikinni eins og greinilega kom fram í viðbrögðum hans í pistli hér í Fréttablaðinu við grein minni „Dekrið við skrumið“ í sama blaði. Þar benti ég m.a. á tvískinnunginn í öfgafullri sérfræðihyggjunni sem nærist af skriffinnsku og dekri við skrumið í fílabeinsturnum í Reykjavík og virðir einskis reynslu og þekkingu fólksins sem deilir kjörum með lífríkinu.

Yfirskrift pistils hagfræðingsins er táknræn, „Að sá tortryggni og ala á óvild“. Tískubylgjur nútímans bera stundum keim af pólitískri hugmyndafræði járntjaldsins, rétttrúnaði um málstað sem enginn má efast um, af því að sérfræðingar eiga að ráða skoðunum og verkum. Þeir sem þora að benda á skrumið skulu þá sakaðir um óvild gegn ríkinu eða öllu lífríkinu, eins og Þröstur hagfræðingur boðar. Þá er dekrið við skrumið komið út í öfgar.

Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.




Skoðun

Skoðun

Bestu árin

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir,Sigríður Gísladóttir skrifar

Sjá meira


×