Innlent

Dekkjakurlið heyrir sögunni til á Seltjarnarnesi

Birta Svavarsdóttir skrifar
Mikil óánægja hefur verið með gúmmíkurl á völlum á höfuðborgarsvæðinu.
Mikil óánægja hefur verið með gúmmíkurl á völlum á höfuðborgarsvæðinu.
Skipt hefur verið um kurl á öllum sparkvöllum Seltjarnarnesbæjar. Ráðist var í framkvæmdina þrátt fyrir að ekki hafi verið hægt að sýna fram á það með óyggjandi hætti að dekkjakurlið sem áður var á vellinum hafi verið skaðlegt. Bæjarráð var á einu máli um að rétt væri að láta fótboltaiðkendur njóta vafans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ nú í dag.

Mikið hefur verið rætt um dekkjakurl á sparkvöllum á höfuðborgarsvæðinu undanfarin misseri, en Vísir greindi frá því í mars síðastliðnum að ákvörðun hefði verið tekin af hálfu bæjarráðs að fjarlægja skyldi allt gúmmíkurl úr dekkjum við íþróttasvæði Seltirninga, Vivaldi-völlinn.

Var þá haft eftir Soffíu Karlsdóttur, sviðsstjóra menningar- og samskiptasviðs hjá Seltjarnarnesbæ að umræðan um að það gætu verið eiturefni í kurlinu hafi ýtt við þeim. Það hafi auk þess verið kominn tími á endurnýjun vallarins og því tilvalið að láta slag standa og gera hvort tveggja í senn.


Tengdar fréttir

Ung knatt­spyrnu­kona rekur öndunar­færa­sjúk­dóm til dekkjakurls

Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×