Innlent

Dekkjakurli verður skipt út í Hafnarfirði

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Dekkjakurl er víða að finna á fótboltavöllum og öðrum leikvöllum barna.
Dekkjakurl er víða að finna á fótboltavöllum og öðrum leikvöllum barna. Fréttablaðið/Stefán
Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að gúmmíkurli verði skipt út á sparkvöllum við grunnskóla bæjarins, samtals átta völlum. Framkvæmdir munu hefjast í sumar og gert er ráð fyrir að allt kurl verði farið af völlunum frá og með hausti 2016. Áætlaður kostnaður er 15 milljónir króna.

Þetta kemur fram í samþykkt bæjarráðs, en þar segir jafnframt að gervigras og gúmmíkurl á íþróttasvæðum FH og Hauka uppfylli gildandi gæðakröfur.

„Þótt ekki sé vísindalega staðfest að kurl valdi heilsutjóni þá þyki rík ástæða til að láta alla þá sem nota vellina í frístundum, íþróttum og tómstundum njóta vafans. Hafnarfjarðarbær, FH og Haukar reka ti lviðbótar tvo stóra velli; á Ásvöllum og í Kaplakrika. Báðir vellirnir uppfylla gildandi gæðakröfur þar sem kurl vallanna er yngra og vottað,“ segir í samþykktinni.


Tengdar fréttir

Segja sveitarfélög virða reglur að vettugi

Fjölmennur hópur foreldra sem áhyggjur hafa af notkun dekkjakurls á leikvöllum leggur til að slík notkun verði bönnuð með lögum, enda sé hún hættuleg. Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög eru sögð sýna málinu lítinn áhuga.

Dekkjakurlið burt fyrir árslok í Kópavogi

Bæjarstjórn Kópavogsbæjar hefur samþykkt að lokið verði við að skipta út gúmmíkurli úr dekkjum á sparkvöllum við grunnskóla bæjarins á árinu.

Ung knatt­spyrnu­kona rekur öndunar­færa­sjúk­dóm til dekkjakurls

Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×