Innlent

Deilur um samgöngur og Evrópumál í Víglínunni í dag

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ríkið og Reykjavíkurborg takast ekki eingöngu á um framtíð flugvallarins í Reykjavík. Það eru einnig deildar meiningar á milli þessara aðila um mislæg gatnamót í borginni og stórframkvæmd eins og Sundabraut.

Jón Gunnarsson samgönguráðherra og Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar koma til Heimis Más Péturssonar í Víglínuna sem er í opinni dagskrá og í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. Þeir ræða einnig nýjustu hugmyndir samgönguráðherra um gjaldtöku á helstu leiðum inn og út af höfuðborgarsvæðinu.

Þá mæta þingkonunarnar Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar og Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins ásamt Árna Páli Árnasyni fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar í Víglínuna til að ræða stöðu Íslands í Evrópu. En mikil óvissa ríkir í evrópskum stjórnmálum vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og kosninga víða í álfunni þar sem horfur eru á góðu gengi hægri sinnaðra poppúlista.

Fylgjast má með Víglínunni í beinni útsendingu á spilaranum sem birtist hér fyrir ofan rétt fyrir útsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×