Erlent

Deila vegna aðgangseyris

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Skiptar skoðanir eru um hvort rukka eigi fyrir tónleika í kirkjum.
Skiptar skoðanir eru um hvort rukka eigi fyrir tónleika í kirkjum. nordicphotos/afp
Í ráðuneyti kirkjumála í Færeyjum íhuga menn nú að banna miðasölu að viðburðum í kirkjum vegna heitra umræðna í kjölfar popptónleika í kirkju í Eidi í júní.

Safnaðarráðið og biskup Færeyja, Jogvan Fredrikson, höfðu leyft að rukkað yrði fyrir aðgang, segir í frétt Kristilega dagblaðsins í Danmörku.

Biskup segir kirkjuna hafa greitt fyrir tónlistarflutning við kirkjulegar athafnir. Tvískinnungur sé að greiða ekki fyrir aðra viðburði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×