Lífið

Deila sögum af erfiðum nágrönnum: „Við erum ekki að tala um ljúfar stunur, hún vekur mig upp á nóttinni“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það tengja eflaust margir við erfiðar nágranna.
Það tengja eflaust margir við erfiðar nágranna. vísir/getty
Strákarnir í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 fengu hlustendur til að hringja inn og deila sögum af erfiðum nágrönnum í morgun. Einn þeirra sagði frá konu um fertugt sem heldur nágrönnum vakandi með kynlífshljóðum.

Hlustandinn sagði frá því að flest kvöld vikunnar frá klukkan 11 til fjögur um nóttina heyrðust mikil kynlífshljóð úr íbúðinni fyrir neðan hann. Svona væri ástandið búið að vera í fimm til sex mánuði.

„Við erum ekki að tala um ljúfar stunur, hún vekur mig upp á nóttinni,“ sagði hlustandinn og bætti við; „Ég hef oft pælt í því að hringja í lögregluna á nóttinni og tilkynna morð, slík eru lætin.“

Hér að neðan má hlusta á fleiri sögur úr þættinum í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×