Innlent

Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Umræðan hefur átt sér stað inn á Facebook hópnum Beauty Tips.
Umræðan hefur átt sér stað inn á Facebook hópnum Beauty Tips. vísir/getty
Notendur Facebook hópsins Beauty Tips hafa undanfarinn sólarhring deilt reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum fyrir öðrum meðlimum hópsins. Inn á hópnum eru ríflega 24.000 stelpur og konur á öllum aldri. Sögunum hefur verið deilt undir #þöggun og #konurtala.

Ein segir frá því þegar hún átján ára varð fyrir því að fertugur rútubílstjóri nauðgaði henni þar sem hún lá rænulaus. Önnur skilar skömminni heim til barnsföður síns sem hélt hníf að hálsi hennar og nauðgaði henni á meðan barn þeirra grét í fangi móður sinnar.

Sögurnar eru orðnar mýmargar og jafn mismunandi og þær eru margar. Ein stúlkan segir frá því að henni hafi verið nauðgað þegar hún var tíu ára, aftur þegar hún var þrettán og í þrígang er hún var fjórtán ára. Í öll skiptin hafi henni verið sagt að hún væri hóra, að hún hafi tælt þá og að hún væri að eyðileggja líf gerendanna með því að segja frá. Hún endar frásögn sína á því að ef að fleiri væru ekki að segja frá myndi hún aldrei þora að gera það sjálf.

Enn ein segir frá því að þegar hún var um sex ára aldur hafi faðir hennar misnotað hana. Hún hafi verið að gista hjá honum, hann kom inn um nóttina til hennar og snerti hana. Hún hafi sagt frá við fyrsta tækifæri og móðir hennar kært hann. Móðirin tapaði málinu og það sem henni þótti verra var að faðirnn fékk umgengnisrétt við sig.

Þetta er aðeins toppurinn á ísjakanum en notendur hópsins geta lesið sögunar inn á honum en einnig hefur skapast umræða um málið inn á Twitter undir #þöggun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×