Lífið

Deila myndum af slitförum á Instagram

Herferðin var búin til af tveimur mæðrum sem langaði að leggja sitt af mörkum til að uppræta staðalímyndir.
Herferðin var búin til af tveimur mæðrum sem langaði að leggja sitt af mörkum til að uppræta staðalímyndir.


Það er óhætt að fullyrða að Instagram-reikningurinn Love your lines, eða Elskaðu slitin, hafi slegið í gegn. Á reikningnum er að finna myndir sem sýna slitför og sögu þess sem á myndinni er. Þrátt fyrir að hafa einungis verið til síðan 12.ágúst fylgjast 36 þúsund manns með Instagram-reikningnum. 

Love your lines er svokölluð ljósmyndaherferð innan samfélagsmiðilsins til að sýna fjölbreytta fegurð kvenlíkamans. Hann var stofnaður af tveimur mæðrum í þeim tilgangi að breyta hinni stöðluðu líkamsmynd. 

Hægt er að taka þátt í verkefninu með því að senda inn myndir á póstfangið loveyourlines@gmail.com og konur af öllum stærðum og gerðum hvattar til að senda inn mynidr af slitförum sínum. Eina skilyrðið er að myndin sé tekin með einföldum bakgrunn. 

Einnig er hægt að deila á samfélagsmiðlinum sjálfum með því að merkja myndir #loveyourlines

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir. 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×