Innlent

Deila lækna í hnút

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/Getty
Klukkustundar samningafundur Læknafélagsins hjá ríkissáttasemjara lauk rétt eftir klukkan fjögur í dag og er ekkert samkomulag í augsýn.

Vinnustöðvun verður á miðnætti næsta mánudag að óbreyttu. Fundurinn olli miklum vonbrigðum, segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna og að ekkert nýtt sé uppi á borðum í deilunni.

Næsti fundur hefur verið boðaður klukkan fjögur á mánudag. Félagar í Læknafélagi Íslands og Skurðlæknafélagi Íslands hafa samþykkt þrjú tveggja sólarhringa verkföll. Fyrst frá miðnætti aðfararnótt næsta mánudags til miðnættis daginn eftir.

Svo aftur í tvo sólarhringa frá miðnætti mánudagsins 17. nóvember og svo frá miðnætti mánudagsins 8. desember.

Sigurveig segir að með þessu skipulagi sé verið að milda áhrifin af mögulegu verkfalli og komast hjá lagasetningu á mögulegt verkfall sem félagsmenn útiloka ekki eins og staðan er núna. 


Tengdar fréttir

Landspítali – háskólasjúkrahús í miklum vanda

Læknar hafa, líkt og aðrir starfsmenn Landspítala, þungar áhyggjur af þróun mála á stærsta vinnustað landsins. Við metum stöðuna þannig að um alvarlegan bráðavanda sé að ræða sem bregðast þurfi við án tafar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×