Innlent

Dega-fjölskyldunni gert að fara úr landi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögmaður fjölskyldunnar óskaði eftir því að hún fengi að vera áfram hér á landi á meðan á málarekstri stendur en því var hafnað.
Lögmaður fjölskyldunnar óskaði eftir því að hún fengi að vera áfram hér á landi á meðan á málarekstri stendur en því var hafnað. vísir/anton
Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albönsku Dega-fjölskyldunnar um endurskoðun á ákvörðun um frestun réttaráhrifa. Fjölskyldan, hjón með þrjú börn, sótti um hæli hér á landi í fyrrasumar en þeirri beiðni var hafnað.

Elsti sonur hjónanna glímir við alvarlegan geðrænan vanda og hefur sótt meðferð við þeim á Laugarási með góðum árangri hingað til.

Málinu var skotið til dómstóla og óskaði lögmaður þeirra eftir því að fjölskyldan fengi að vera áfram hér á landi á meðan á málarekstri stendur. Þeirri beiðni hefur nú tvívegis verið hafnað af hálfu kærunefndar. Fjölskyldunni verður því væntanlega gert að yfirgefa landið á næstu vikum.

Dega-fjölskyldan leitaði hælis hér á landi í lok júlí í fyrra. Fjölskyldan hefur undanfarna mánuði búið í Hafnarfirði þar sem yngri systkinin ganga í skóla.


Tengdar fréttir

Sagt upp því að hún vildi ekki skipta um stjórnmálaflokk

Nazmie og Skender Dega voru ofsótt í Tropoje í Albaníu vegna stjórnmálaskoðana sinna. Þau misstu starfið, heilsuna og öryggið og flúðu til Íslands. Sonur þeirra er með geðklofa og fær ekki rétta meðferð og lyf í heimalandinu. Kærune




Fleiri fréttir

Sjá meira


×