Enski boltinn

Defoe til í að bjarga Sunderland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Defoe þakkar fyrir sig um síðustu helgi.
Defoe þakkar fyrir sig um síðustu helgi. vísir/getty
Gamla markamaskínan Jermain Defoe, framherji Sunderland, minnti heldur betur á sig er hann skoraði tvö mörk í fallbaráttuslagnum gegn Aston Villa.

Sunderland fékk þar heldur betur dýrmæt stig en er engu að síður enn í næstneðsta sæti deildarinnar.

Defoe hefur ekki fengið mikið að spila hjá stjóranum Sam Allardyce en vonast til þess að nú verði breyting á.

„Ég er markaskorari og verð að skora mörk til þess að bjarga félaginu frá falli. Ég hef alltaf haft þessa pressu á mér og vík mér aldrei undan þeirri pressu," sagði Defoe.

„Ég væri til í að fá almennilegt tækifæri í byrjunarliðinu enda líður mér vel og ég er í góðu formi. Ég segi alltaf að ef ég fái tækifæri þá muni ég skora. Sjálfstraustið er alltaf í lagi hjá mér og ef stjórinn heldur mér í liðinu þá verða mörkin fleiri."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×