Enski boltinn

Defoe snýr aftur til Bournemouth eftir 16 ára fjarveru

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aðeins sex leikmenn hafa skorað fleiri mörk í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en Defoe.
Aðeins sex leikmenn hafa skorað fleiri mörk í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en Defoe. vísir/getty
Jermain Defoe er genginn í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Bournemouth frá Sunderland. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Bournemouth.

Defoe þekkir ágætlega til hjá Bournemouth en hann lék sem lánsmaður með suðurstrandarliðinu tímabilið 2000-01. Defoe skoraði 19 mörk í 31 leik fyrir Bournemouth á sínum tíma.

Eftir stutt stopp hjá Toronto FC í MLS-deildinni í Bandaríkjunum gekk Defoe í raðir Sunderland í ársbyrjun 2015. Hann var iðinn við kolann hjá Sunderland og skoraði 37 mörk í 93 leikjum fyrir félagið.

Sunderland féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Defoe var með klásúlu í samningi sínum sem gerði honum kleift að fara frítt frá Sunderland færi liðið niður í B-deildina.

Defoe er annar leikmaðurinn sem Bournemouth fær í sumar. Áður var markvörðurinn Asmir Begovic kominn frá Chelsea. Bournemouth endaði í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Defoe er sjöundi markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 158 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×