Enski boltinn

Defoe hetja Sunderland | Sjáðu skrautlegt sigurmark hans

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jermaine Defoe var hetja Sunderland í kvöld þegar liðið lagði Crystal Palace á útivelli, 1-0, í síðasta leik 13. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.

Eftir markalausan fyrri hálfleik átti Sebastian Coates skalla að marki Palace sem Yohan Cabaye varði á línu, en allt stefndi í markalaust jafntefli.

Þegar tíu mínútur voru eftir fékk Jermaine Defoe sendingu inn fyrir vörnina, en Scott Dann, miðvörður Palace, var á undan í boltann.

Dann tók aftur á móti enga ákvörðun og reyndi bara að skýla boltanum. Þetta leiddi til mikils misskilnings á milli hans og markvarðarins Wayne Hennessey.

Defoe skaust fram fyrir Dann og framhjá Hennessey og þakkaði pent fyrir sig með að renna boltanum í autt netið. Defoe þurfti að fara af velli skömmu síðar vegna meiðsla, en lokatölur, 1-0.

Þetta er aðeins annar sigur Palace í deildinni á þessu tímabili, en liðið er nú með níu stig í 18. sæti. Stóri Sam Allardyce að koma liðinu hægt og bítandi í betra stand. Palace er í 10. sæti með 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×