Enski boltinn

Dean Windass: Reyndi að fyrirfara mér

Anton Ingi Leifsson skrifar
Windass fagnar sætinu í ensku úrvalsdeildinni.
Windass fagnar sætinu í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Dean Windass, fyrrum framherji Hull, Bradford og fleiri enskra liða, opnaði sig í viðtali við BBC á dögunum. Hann segir mikil drykkja hafa einkennt hans feril.

Þetta byrjaði allt með því að foreldrar Windass skildu þegar hann var tólf ára og eftir það átti hann erfitt.

„Enginn vissi af því. Ég sagði ekki neinum og ég fór inn í búningsklefann. Ég hefði átt að vera leikari. Þannig stigmagnaðist þetta," sagði Windass.

„Þegar ég fór út og fékk mér drykk grét ég allan tímann. Ég talaði aldrei um þetta, en þegar ég kom heim, þá var ég grátandi. Ég vissi ekki hvernig ég átti að útskýra tilfinningar mínar."

Windass skaut Hull upp í efstu deildina í Englandi með marki sínu gegn Bristol árið 2008, en leikurinn var úrslitaleikur um laust sæti í úrvalsdeildinni.

Eftir það var lífið ekki dans á rósum hjá framherjanum, heldur einkenndist þau ár af mikilli áfengisdrykkju.

„Ég var að reyna blokka allt út og drakk mjög mikið þá. Ég reyndi að fyrirfara mér með því töflum og ég reyndi að hengja mig. Ég er ekki stoltur af því í dag vegna þess að ég á tvo frábæra krakka," sagði Windass um þetat erfiða mál.

„Ég bað um aðstoð og endaði á Tony Adams íþróttastofunni næstu 26 daga. Það var skelfilegt, ég var hrætt lík. Alltaf þegar ég talaði við ráðgjafa minn, þá grét ég, alla daga."

„Þetta varð betra og betra þegar ég byrjaði að tala meira um þetta. Ég komst í gegnum þetta. Þetta eru bestu 26 dagar lífs míns, því ég bjargaði lífi mínu," sagði Windass.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×