Fótbolti

De Guzman til Napoli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
De Guzman lék með Hollandi á HM.
De Guzman lék með Hollandi á HM. Vísir/Getty
Napoli hefur gengið frá kaupunum á hollenska miðjumanninum Jonathan de Guzman frá spænska liðinu Villareal. De Guzman skrifaði undir fjögurra ára samning við ítalska liðið, en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.

De Guzman, sem er fæddur í Kanada, hefur leikið sem lánsmaður með Swansea City undanfarin tvö tímabil, en hann varð m.a. deildarbikarmeistari með velska liðinu 2013.

De Guzman hóf ferilinn hjá Feyenoord, en þaðan fór hann til Mallorca á frjálsri sölu vorið 2010. Ári seinna færði hann sig um set á Spáni og gekk til liðs við Villarreal. De Guzman spilaði þó aðeins 27 leiki með spænska liðinu áður en hann var lánaður til Swansea.

De Guzman lék með hollenska landsliðinu á HM í Brasilíu í sumar, en hann hefur alls leikið 13 landsleiki fyrir Holland.


Tengdar fréttir

Monk gerir ekki ráð fyrir de Guzman

Garry Monk, þjálfari Swansea City, telur ólíklegt að hollenki miðjumaðurinn Jonathan de Guzman snúi aftur til velska liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×