Enski boltinn

De Gea ánægður hjá United - orðaður við Real Madrid

Tómas Þór Þórðarson skrifar
David De Gea.
David De Gea. vísir/getty
David De Gea, markvörður Manchester United, segist ánægður hjá enska liðinu, en hann hefur verið orðaður við spænska risann Real Madrid að undanförnu.

De Gea, sem var keyptur frá Atlético Madríd fyrir 17,8 milljónir punda fyrir þremur árum, er talinn líklegur eftirmaður IkersCasillas hjá Real Madrid og spænska landsliðinu.

Spænski markvörðurinn á enn eftir að skrifa undir nýjan langtíma samning við United, en núgildandi samningur hans rennur út eftir næstu leiktíð.

Aðspurður um þessa orðróma í viðtali við þýska fótboltablaðið Kicker segir De Gea: „Þetta eru bara orðrómar. Ég er ánægður hjá United.“

Manchester United er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með tólf stig eftir átta leiki og ekki búið að vinna leik á útivelli.

„Það er eðlilegt að byrja illa þegar nýr stjóri er tekinn við. Hugmyndafræðin er algjörlega ný fyrir okkur,“ segir De Gea.

„Þetta er bara verkefni og Van Gaal segir alltaf að við eigum eftir að bæta okkur. Það tekur bara sinn tíma. Við þurfum samt án vafa að komast í Meistaradeildina aftur,“ segir David De Gea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×