Handbolti

De Gea: Erfið en þroskandi reynsla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
David De Gea, markvörður Manchester United, segir að það hafi verið erfitt að sætta sig við að félagaskiptin við Real Madrid gengu ekki í gegn í lok sumars.

Félögin voru búin að ná saman um félagaskiptin á síðustu stundu en gögnin skiluðu sér ekki til knattspyrnuyfirvalda á Spáni fyrr en eftir að glugganum var lokað. Aðeins munaði nokkrum mínútum.

Louis van Gaal setti De Gea út úr liðinu í upphafi leiktíðarinnar á Englandi en eftir að aðilar sættust í upphafi síðasta mánaðar skrifaði De Gea undir nýjan fjögurra ára samning við United og hefur verið í byrjunarliðinu undanfarna sjö leiki.

„Ég er þannig gerður að ég vil ekki dvelja við slæma hluti og erfiða tíma,“ sagði De Gea sem verður væntanlega í marki spænska landsliðsins þegar það mætir Lúxemborg í undankeppni EM á morgun.

„Ég hef fengið að kynnast erfiðum stundum. Við verðum að halda áfram og slá ekki af. Maður lærir af öllu saman en erfiðu stundirnar hjálpa manni að þroskast og vaxa.“

„Allir sem starfa fyrir Manchester United bera virðingu fyrir mér. Ég reyni að hjálpa félaginu af bestu getu og er afar þakklátur því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×