Erlent

Davutoğlu næsti forsætisráðherra Tyrklands

Atli Ísleifsson skrifar
Ahmet Davutoğlu tók við embætti utanríkisráðherra Tyrklands árið 2009.
Ahmet Davutoğlu tók við embætti utanríkisráðherra Tyrklands árið 2009. Vísir/AFP
Recep Tayyip Erdoğan, núverandi forsætisráðherra Tyrklands og verðandi forseti landsins, hefur tilkynnt að utanríkisráðherrann Ahmet Davutoğlu verði næsti forsætisráðherra landsins.

Davutoğlu er 55 ára gamall og hefur gegnt embætti utanríkisráðherra frá árinu 2009.

Erdoğan mun sjálfur taka við forsetaembættinu þann 28. ágúst, en hann bar sigur út býtum í forsetakosningunum sem fram fóru þann 10. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×