Körfubolti

Davis bætti met Wilt Chaimberlain í stjörnuleiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anthony Davis í leiknum í nótt.
Anthony Davis í leiknum í nótt. Vísir/Getty
Stjörnuleikur NBA-deildarinnar fór fram í nótt og var sem fyrr mikið um tilþrif, sérstaklega í sóknarleiknum.

Svo fór að úrvalslið vesturdeildarinnar hafði betur gegn austrinu, 192-182, en aldrei fyrr hafa svo mörg stig verið skoruð 66 ára sögu stjörnuleiksins.

Anthony Davis, leikmaður New Orleans Pelicans, sagði fyrir leik að hann ætlaði sér að verða besti leikmaður stjörnu leiksins og það tókst.

Hann skoraði 52 stig fyrir vestrið í leiknum og bætti þar með stigamet Wilt Chamberlain sem skoraði 42 stig í stjörnuleiknum árið 1962.



Davis var líka með tíu fráköst í leiknum en Russell Westbrook átti líka stórt kvöld með 41 stig, sjö stoðsendingar og fimm fráköst.

Giannis Antetokounmpo, gríska fríkið, var með 30 stig og stigahæsti leikmaður austursins.



369 stig voru skoruð í stjörnuleiknum í fyrra sem var met þá en það var bætt um fimm stig í ár.

Eitt skemmtilegasta augnablik leiksins var þegar fyrrum samherjarnir Westbrook og Kevin Durant tóku skemmtilega sóknarfléttu sem lauk með alley-oop troðslu Westbrook eftir sendingu Durant.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×