Íslenski boltinn

Davíð Þór besti leikmaðurinn að mati Pepsi-markanna

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Davíð hér í baráttunni gegn Stjörnunni í sumar.
Davíð hér í baráttunni gegn Stjörnunni í sumar. Vísir/Stefán
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, var í kvöld valinn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar á nýafstöðnu tímabili af sérfræðingum Pepsi-markanna en greint var frá þessu í sérstökum uppgjörsþætti sem stendur yfir þessa stundina.

Davíð Þór lék í öllum leikjum liðsins nema einum og leysti af ýmsar stöður í FH-liðinu á meðan tímabilinu stóð en stóð vakt sína ávallt með prýði.

Er þetta í sjötta sinn sem Davíð Þór verður Íslandsmeistari með FH en hann hefur verið hluti af öllum Íslandsmeistaraliðum FH nema einu. Sagði hann að tapið gegn Stjörnunni hefði drifið liðið áfram í viðtali eftir að titilinn var í höfn um síðustu helgi.

„Eina sem var í höfðinu á mér var að klára þetta hérna í dag. Vonbrigðin frá því í fyrra hjálpuðu kannski frekar en hitt og það var virkilega sterkt að ná að klára þetta," sagði Davíð sem var ánægður með eigin spilamennsku í sumar.

„Já, ég er nokkuð sáttur með þetta. Ég er búinn að spila alla leikina nema einn, þegar ég var í banni, og fannst ég nokkuð stöðugur,"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×