Enski boltinn

David Silva er besti leikmaðurinn á Englandi að mati Klopp

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jürgen Klopp stendur yfir meiddum David Silva sem þjálfari Dortmund í Meistaradeildinni fyrir nokkrum árum.
Jürgen Klopp stendur yfir meiddum David Silva sem þjálfari Dortmund í Meistaradeildinni fyrir nokkrum árum. vísir/getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, heldur mest upp á David Silva, leikmann Manchester City, af öllum leikmönnum úrvalsdeildarinnar en í þættinum Monday Night Football á Sky Sports í gærkvöldi sagði hann Spánverjann litla vera sinn uppáhaldsleikmann.

Liverpool byrjar ensku úrvalsdeildina vel undir stjórn Klopp en ekkert lið byrjar betur en City sem er með fullt hús eða 18 stig á toppi deildarinnar eftir sex leiki.

Klopp finnst Silva vera maðurinn á bakvið þessa frábæru byrjun en hann fær ekki nógu mikið lof að hans mati.

„Ég er hrifinn af David Silva. Hann er frábær leikmaður sem er út um allt. Hann er svo hæfileikaríkur og hefur frábært viðhorf,“ sagði Klopp.

„Þó ég hafi ekki heyrt nafnið hans oft þegar rætt er um frábæra byrjun Manchester City er ég nokkuð viss um að hann hefur mikilvægu hlutverki að gegna og ég er hrifinn af leikstíl hans.“

„Í heildina er ég samt ekki mikið að spá í leikmönnum annarra liða. Þeir eru flestir hættulegir ef þú leyfir þeim að vera það,“ sagði Jürgen Klopp.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×