Fótbolti

David Luiz hágrét í viðtali eftir tapið | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
David Luiz réði ekkert við tilfinningarnar.
David Luiz réði ekkert við tilfinningarnar. Mynd/skjáskot
David Luiz, miðvörður brasilíska landsliðsins í knattspyrnu, bar fyrirliðabandið í fjarveru Thiago Silva er Brassar voru niðurlægðir, 7-1, í undanúrslitum HM í fótbolta í gær.

Luiz þurfti að mæta í sjónvarpsviðtal eftir leikinn þar sem hann hágrét fyrir framan þjóðina eftir þetta skammarlega tap.

„Ég vil biðja alla afsökunar - alla brasilísku þjóðina,“ sagði hann. „Ég vildi bara sjá fólkið mitt brosa. Við vitum allir hversu mikilvægt það er að sjá okkar fólk ánægt þegar kemur að fótbolta. Þetta er sorgardagur,“ sagði David Luiz.

Þetta tilfinningaþrungna viðtal má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Takk! Við elskum ykkur

Þýskir fjölmiðlar ganga af göflunum eftir sigurinn á Brasilíu í kvöld.

Brasilía grét | Myndir

Leikmenn og stuðningsmenn Brasilíu voru óhuggandi eftir stórtapið gegn Þýskalandi í kvöld.

Tap Brasilíu metjöfnun

Ófá met féllu hjá brasilíska landsliðinu í kvöld. Kvöldið er eitt hið versta í knattspyrnusögu þessa fimmfalda heimsmeistara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×