Enski boltinn

David Gill: Verðum að halda ró okkar

Anton Ingi Leifsson skrifar
David Gill ásamt Louis van Gaal.
David Gill ásamt Louis van Gaal. vísir/getty
David Gill, fyrrum stjórnarformaður Manchester United, segir að stuðningsmenn verði að halda ró sinni þrátt fyrir að gengi liðsins sé langt undir væntingum.

„Auðvitum vonuðumst við eftir betri úrslitum og allir eru ósáttir við það. Þetta tímabil hefur verið neðan væntingum," sagði David Gill í samtali við Sky Sports.

„Ég veit þó að allir; frá eigendunum og til Louis van Gaal og lið hans er að leggja mikið á sig til að snúa þessu við. Það er ekki auðvelt en við verðum að standa saman."

„Það sem þú þarft að gera er að halda þig við það sem þú veist að sé það rétta til að snúa genginu við og ekki vera of utan við þig," bætti Gill við.

Louis van Gaal, stjóri United, sagði eftir leikinn að viðbrögð stuðningsmanna eftir tapið væru þau verstu sem hann hefði upplifað á sínum ferli.

„Enginn vill sjá það. Við eruð stuðningsmenn einnig þegar við erum stjórnarmenn og við viljum ekki að fólk púi, við viljum eitthvað uppörvandi. Við verðum að halda ró okkar," sagði Gill að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×