Handbolti

Davíð: Takk Rothöggið

Ingvi Þór Sæmundsson í Valshöllinni skrifar
„Takk Rothöggið,“ voru fyrstu viðbrögð Davíðs Svanssonar, markvarðar Aftureldingar, eftir sigurinn á Val í kvöld.

„Það að þeir skuli vera á öxlunum á manni, við endann á markinu, gefur manni helling. Það er gott að vita af svona góðum stuðningi á bak við sig.“

Afturelding leiddi lengst af í leiknum í kvöld en Valsmenn tryggðu sér framlengingu með frábærum 6-1 endaspretti. En var Davíð ekkert smeykur um að augnablikið væri með Val í framlengingunni?

„Það vill oft vera. En málið var að þeir spiluðu aggresíva vörn og við þurftum bara smá hlé til að geta stillt upp nýjum sóknarafbrigðum.

„Eftir venjulegan leiktíma gátum við skipulagt okkur fyrir framlenginguna. Þá fundum við lausnirnar,“ sagði Davíð sem var magnaður í framlengingunni og varði þá sjö skot.

„Þetta var geðveikt og ég get ekki kvartað,“ sagði Davíð. En var hann með lokaskot Vals sem small í stönginni?

„Ég hefði allavega tekið frákastið,“ sagði markvörðurinn öflugi og hló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×